Fréttir

8.-9. bekkur, bekkjarpistill 10.-14. febrúar

Á mánudaginn var okkur tilkynnt að farið yrði í skíðaferð í Bláfjöll daginn eftir og var þeirri ákvörðun vel tekið.  Það var geðveikt gaman í ferðinni þó það hafi verið pínu vindasamt.  Margir voru á bretti og duttu þeir a.m.k. einu sinni á rassinn hver!

Á miðvikudag var ósköp venjulegur dagur en allir stirðir og þreyttir eftir skíðaferðina.

Í dag, föstudag, æfðum við okkur í ræðuhöldum og undirbjuggum salinn fyrir sýninguna Unglingurinn sem sýnd verður á morgun, laugardag, í matsal skólans kl. 17:00.  Þessi auglýsing er í boði 8. og 9. bekkjar Laugalandsskóla.

20140211_125451   20140211_125511   20140211_125828   20140211_134959   20140211_135237

css.php