Fréttir

8.-9. bekkur, bekkjarpistill 24.-28. febrúar

Í vikunni sem leið höfum við bara verið að vinna i okkar vanalegu áætlunum i hinum ýmsu fögum. Í ensku og náttúrufræði höfum við verið að horfa á mynd um veirur og vírusa um rauverulegan atburð frá árunum 1980 um AIDS . Á fimmtudaginn var svo smá tilbreyting.  Sigurjón skipulagði spilavist sem fór fram hér i skólanum. Í lokin voru síðan veitt smá nammiverðlaun fyrir hæstu og lægstu stigin, en spilaðar voru 12 umferðar af vist.  Síðan í seinustu tveimur tímunum á fimmtudaginn kom Björk sem var leikstjóri í leikritinu Unglingurinn, sem var sýnt á laugardaginn var. Hún fór með okkur i nokkra leiki og lét okkur leika ýmislegt og kenndi okkur að þegar við erum í leiklist er betra að framkvæma bara án þess að hugsa, og einnig að hugsa alltaf stórt. Síðan á föstudaginn var bara venjulegur skóladagur, Kristín fór síðan með okkur í leiki og spuna í lok skólans.

 

css.php