Fréttir

8.-9. bekkur, bekkjarpistill 3.-7. febrúar

Í íslensku erum við að lesa bókina Eins og hafið og vinna í Sagnorðum og Smáorðum. Í stærðfræði erum við að læra samkvæmt áætlun, eins og í öllum öðrum fögum.

Á miðvikudaginn fóru nokkrir nemendur í Reykholt að keppa á grunnskólamóti í glímu og stóðu þau sig vel.

Á fimmtudaginn fórum við svo eftir hádegi á Hvolsvöll á Listahátíð svokallaða, þar sem Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli tóku þátt. Þar var okkur skipt í hópa og sett á mismunandi stöðvar, t.d. tónlistar, heimilsfræði, grímugerð, flippað og flott og skartgripagerð. Hver skóli kom með skemmtiatriði sem flutt voru fyrir hina skólana og Laugalandsskóli var þar engin undantekning. Boðið var upp á pítsur og allir borðuðu á sig gat. Þá var slegið upp balli þar sem allir brenndu pítsunni. Nemendur gengu svo sælir út um kvöldið, enda frábær dagur á enda.

 IMG_1336IMG_1341IMG_1353

css.php