Fréttir

8.-9. bekkur, bekkjarpistill 31. mars – 4. apríl

Vikan var eðlilega skólavika nema nú fengum við gestakennara frá Dacota í heimsókn sem heitir Dacota.  Hann er indjáni og hefur sagt okkur margar skemmtilegar sögur.  Við bjuggum til tímalínur þar sem hver og einn teiknaði sína sögu.   Við gerðum eina mynd fyrir hvert ár í lífi okkar.  Það hefur verið gaman að hafa hann í heimsókn.

Sundið byrjaði í síðustu viku, sagt er að hákarl sé í lauginni.  Árshátíð Laugalandsskóla var í síðustu viku og gekk vel.  Leikritin og tónlistaratriðin tókust vel til.

Sameiginlega árshátíð skólanna er á fimmtudaginn í næstu viku og hlökkum við mikið til.

IMG_3428 IMG_3415 IMG_3405 IMG_3383

css.php