Í vikunni tókum við lokapróf í Laxdælu. Viðhorfðum á þætti í ensku hjá Thelmu, lærðum í áætlun í stærðfræði og erum svo að fara í próf í næstu viku. Í samfélagsfræði erum við að kynna verkefni um lönd í Suður-Ameríku sem við höfum verið að gera á undanförnum vikum. Í dag, föstudag, var svo samsöngur í matsalnum. Við sungum á íslensku enda dagur íslenskrar tungu á morgun, laugardaginn 16. nóvember. Í hádeginu hlustuðum við svo á tónlistarvalið sem flutti tvö lög á sviðinu, sum okkar voru reyndar í þeim hópi. Semsagt líflegur og skemmtilegur föstudagur!
- Almennt
- Starfsmenn
- Nemendur
- Fréttir
- Annað