Fréttir

8.-9. bekkur, vikupistill 18.-22. nóvember

Vikan byrjaði að venju á mánudegi. Margt skemmtilegt gerðist í vikunni, m.a. var forkeppni fyrir listahátíðina í tónlistarvalinu. Leikskólakennararnir fóru á ART- námskeið og á meðan hjálpuðu fjórir í einu úr eldri deildinni að passa krakkana og var það mikið fjör. Þrír krakkar úr 9. bekk fóru á ML kynninguna og var boðið á Blítt og Létt sem er undankeppnin fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna.  Í gær,  fimmtudag, kvöddum við Sæmund sen er að flytja til Kanada. Við bjuggum til kort og gáfum honum auk  þess sem við rifjuðum upp góðar minningar. Við óskum Sæmundi og fjölskyldu hans góðs gengis í Kanada.

myndir teknar af vél 5. nóvember 2013 177

css.php