Fréttir

8.-9. bekkur (5.-9. nóv.)

Vikupistill 5.-9. nóvember

Mánudagurinn byrjaði á því að 8. bekkur fékk nýja bók í íslensku, Smáorð.

Í stærðfræði hömuðust báðir bekkir við að ná áætlun en það er gömul saga og ný.

Eins og venjulega gerðist ekkert spennandi á mánudeginum. Enda um mánudag að ræða.

Á þriðjudaginn fór 9. bekkur í skólasprautuna frægu með 7. bekkjar stelpunum og var þar í þrjár kennslustundir. Á meðan voru 8. bekkingar að búa til veggspjöld um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Krakkar í íþróttavali æfðu sig fyrir íþróttahátíðina sem átti að vera næsta dag.

Á miðvikudaginn byrjaði 8. bekkur að vinna verkefni í tengslum við „tóbakslaus bekkur.“ Lögð voru drög að handriti fyrir stuttmynd sem stendur til að gera. (Bekkurinn hefur aldrei áður unnið jafn vel saman og þessa kennslustund).

Um kvöldið var íþróttahátíðin en þeir sem kepptu fyrir hönd Laugalandsskóla fóru með rútu klukkan sex. Hinir – sem fóru til að styðja við bakið á fulltrúum skólans – lögðu af stað klukkan hálf sjö.

Laugalandsskóli sigraði spilaleikinn sem var upphitunarleikur hátíðarinnar.

Annars fóru leikar þannig að Laugalandsskóli tapaði fyrir Hvolsskóla 0-1 í fótbolta en vann Helluskóla 3-0. Í handboltanum vann Laugalandsskóli Helluskóla 7-3 en tapaði fyrir Hvolsskóla 6-8. Í boðhlaupinu vorum við enn og aftur rétt á eftir Hvolsskóla og lentum í öðru sæti þar líka. Kannski vegna þess að Hvolsskóli var með „Terminator“ í liði með sér.

Á fimmtudeginum var „Þjóðarátak gegn einelti“ og horfðu báðir bekkirnir á stuttmynd með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þar sem búið var að skrifa á miða einhver orð um hversu slæmt það sé að leggja í einelti. Og bekkirnir skrifuðu undir samning um að þeir ætluðu aldrei að leggja neinn í einelti.

Stefán las fyrir okkur söguna Grimmd eftir Halldór Stefánsson en hún er um holgóma strák sem var lagður í einelti fyrir það að geta ekki talað almennilega. Hann fékk sér hund og lék sér við hann á hverjum degi og voru þeir orðnir bestu vinir. En þegar að hann ætlaði að labba framhjá eineltis krökkunum á leiðinni heim til sín einn daginn þá gerðu þeir grín að honum og hentu spýtu í sjóinn og hundurinn elti. Strákurinn varð svo sár að hann öskraði á hundinn og móðgaði hann rétt eins og eineltis krakkarnir móðguðu strákinn.

Í dag, föstudag, ætlar Stefán að segja okkur frá Indlandsferðinni sem hann fór árið 2007 – þ.e.a.s. ef hann man eftir henni. Eitt sinn fyrir mörgum vikum sagðist hann ætla að segja okkur frá einhverjum frakka sem hann keypti og er ekki enn búinn að því.

Í náttúrufræði dembdi Guðni enn og aftur endalausum spurningum yfir hálfsofandi bekkina sem skilja ekki neitt í neinu og reyna bara að lifa tímann af.

Í dönsku fórum við í ratleik sem 8. og 9. bekkur bjuggu til sjálf.

Og í samfélagsfræðinni hélt 9. bekkur áfram með kynningarnar sínar og 8. bekkur vann áfram með verkefnið sitt um kosningarnar í Bandaríkjunum.

Þetta er búin að vera frábær vika og við vonum bara að hún endi frábærlega líka.

Pistlahöfundar þessa viku voru

Guðjón Andri og Halla

 

   
 

 

css.php