Vikupistill 26.-30. nóvember
Mánudagurinn byrjaði á íslensku hjá bæði 8. og 9. bekk og vann 9. bekkur í Gullvöru sem er málfræði á meða
n 8. bekkur fór yfir bókina Smáorð – sem er líka málfræði. Í öðrum tíma fór 8. bekkur í íþróttir að spila körfubolta á meðan 9 bekkur var í dönsku að læra í Ekko. Síðan voru frímínútur. Í 3. tíma var náttúrufræði og fórum við í próf. Í 4. tíma var stærðfræði – 8.
bekkur lærði um gráður og horn en 9. bekkur var í flatarmálsfræði og reiknaði ummál og flatarmál hrings. Í 5. tíma fórum við í ensku – 8 bekkur fór í tölvuverið og vann málfræðiæfingar í English Grammar Online á meðan 9. bekkur vann alls konar verkefni í Spotlight. Í 6 tíma var aftur íslenska og héldu báðir bekkirnir áfram að vinna í því sama auk þess sem allir skiluðu inn kjörbókarritgerðinni. Og í 7. tíma var 8. bekkur í dönsku og lærði í Tænk og í 8. tíma átti að vera fermingarfræðsla hjá 8. bekk en Halldóra kom ekki þannig að bekkurinn fór í pappírsgerð í staðinn að búa til pappír í jólakort. 9. bekkur var í íþróttum í báðum tímunum og spilaði körfubolta.
Miðvikudagurinn byrjaði á náttúrufræði og tóku báðir bekkirnir próf. Í 2 tíma var danska hjá 9. bekk og íslenska hjá 8. bekk. Í 3. tíma var stærðfræði og 8. bekkur fór í tölvur (gagnvirkar æfingar) á meðan 9. bekkur var í töflutíma. Í 4. tíma var enska og við héldum áfram með verkefnin frá þriðjudeginum. Í 5., 6., 7., og 8. tíma voru valfög.
Dagurinn byrjaði á því að 8. bekkur fór í íþróttir og spilaði í blak á meðan 9. bekkur var í dönsku og lærði í Ekko. Í 2. tíma fór 9. bekkur í skólablaðið en 8. bekkur hélt áfram í íþróttum. Í 3 tíma var stærðfræði og 8. bekkur tók töflutíma en 9. be
kkur fór í Rasmus í tölvuverinu. Í 4 tíma var íslenska og farið var yfir efni til prófs í 8. bekk en 9. bekkur vann í sínu samkvæmt áætlun. Í 5. tíma var enska og unnu bekkirnir hvor í sinni bók. Í 6. tíma var íslenska og 8. bekkur hélt áfram yfirferðinni fyrir próf og 9. bekkingar lásu samantektina á Gullvöru. Í 7. og 8. tíma var danska hjá 8. bekk sem lærði í Tænk á meðan 9. bekkur var í íþróttum.
Á Föstudaginn tóku báðir bekkirnir stærðfræðipróf í fyrstu tveimur tímunum. Í 3. tíma var enska og við lærðum verkefni. Í 4. tíma var samfélagsfræði og 8. bekkur var í bókinni á meðan 9. bekkur fór yfir efnið. Í 5. tíma var náttúrufræði og gerðum við margvísleg verkefni s.s. um þyngdarkraft, Bernúlion o.fl. Í 6. tíma var danska hjá 8. bekk sem
fór í nýju bókina samkvæmt áætlun en 9. bekkur var í pappírsgerð. Í 7. tíma var lífsleikni og allir fengu að sjá stærðfræðiprófin sín og svo endaði dagurinn á því að allir fögnuðu af því að það var komin helgi. J
Vikupistilinn að þessu sinni skrifuðu
Eiður og Guðni