Fréttir

8. og 9. bekkir 16.-20. september

Vikan byrjaði að venju á mánudegi sem að allir „elska“.  9. bekkur byrjaði á áætluninni í íslensku sem er 5. og 6. kafli í Gullvör. Þar erum við að læra um töluorð og lýsingarorð.   8. bekkur er að læra um sagnorð í 4. kafla. Í stærðfræði byrjuðu báðir bekkirnir á því að klára fyrsta kaflann sem er um prósentur, prómill, ppm, hugareikning og margt annað. Í sundinu æfum við bringusund og skólabaksund, þ.e.a.s. báðir bekkirnir.

Í samfélagsfræði erum við að gera kynningu um lönd í Suður Ameríku. Við tókum lítið próf í náttúrufræði sem var einskonar upprifjun úr því sem við lærðum áður.

Í ensku er mest einblínt á að tala málið. Við vorum að fá nýja bók sem hitir Spotlight 9.

Pistlahöfundar sem eru Íris Þóra, Jana Lind og Viðja eru allar í sama valinu þ.e.a.s. textílvali. Svona var vikan okkar.   Takk fyrir að lesa þennan pistil.

css.php