Í þessari viku unnum við í áætlun í „Gullvör“. 8. bekkur í Gullvör 1 (kafla 5 um orðhluta) og 9. í Gullvör 2 (kafla 7 um fornöfn).
Í stærðfræði unnum við í áætlun.
Í samfélagsfræði erum við að gera kynningu um lönd í Suður Ameríku. Hver hópur er að vinna að sinni kynningu og verða þær greinilega misjafnar.
Í ensku er mest einblínt á að tala málið. Við unnum m.a. í Spotlight 9.
Á fimmtudeginum var Réttarfrí. Í dag, föstudag ræddum við svo um bekkjaranda í lífsleiknitíma.