Fréttir

8. og 9. bekkur 14. -18. janúar

Vikupistill 14.-19. janúar

Mánudagurinn 14. jan.

Í dag í íslensku þá fórum við í Kjalnesingasögu og hann Stefán las fyrstu þrjá kaflana. Við vorum mjög spennt fyrir þessa sögu, en við vorum bara svo dauðþreytt eftir helgina. En hann Stefán var hress og kátur. Svo í stærfræði þá spjölluðum við aðeins um Hrafninn flýgur í lok tímans. Við viljum gjarnan sjá framhaldið á Hrafninn flýgur.

Þriðjudagurinn 15. jan.

Í dag las Stefán þrjá kafla í Kjalnesingasögu. Okkur finnst sagan æsispennandi, en margir fóru úr stofunni því að hún Kolbrún skólastjóri vildi fá nemendur til að svara spurningum í sambandi við ræðu- og söngvakeppnina. Eftir svona 15 mínútur kom Eyrún tónlistarkennari og bað um að fá alla sem eru í tónlistarvalinu til að æfa sig fyrir annað hvort ræðu- og söngvakeppnina eða fyrir Samfés. Við vorum líka í samfélagsfræði og fórum í bókinna Um víða veröld.

Miðvikudagurinn 16. jan.

Í dag vorum við að læra náttúrufræði hjá honum Guðna og við vorum að spjalla við hann um hvort við ættum ekki að fara út og að skoða stjörnunar á himninum. En það gekk ekki. Og nánast í lok tímans þá fóru nokkrir til að æfa sig fyrir ræðukeppnina. Svo fórum við í stærðfræði hjá honum Stefáni og lærðum stærðfræði eins og vanalega.

Fimmtudagurinn 17. jan.

Í dag var hann Stefán að segja okkur að við eigum að velja okkur bók á bókasafninu og við eigum að lesa svona 15-20 blaðsíður á viku og svo eigum við að skrifa 10-15 línur um það sem við vorum að lesa í eins konar dagbók. Við fórum á bókasafnið og völdum okkur bók og svo sátu allir rólega og lásu bækurnar sínar í friði og ró. Svo fórum við í stærðfræði og þeir sem voru búnir með áætlun máttu fara í tölvuverið í rasmus – í algebru. Það voru allir glaðir með það.

Föstudagurinn 18. jan.

Í dag vorum við í íslensku og við fórum í Kjalesingasögu. Hann Stefán las fyrir okkur fjóra kafla og við hlustuðum spennt. Í samfélagsfræðinni vorum við að gera verkefni í bókinni og við höfum bara eina viku til að klára þrjú verkefni. Í náttúrufræðinni vorum við að tala um sólkerfið og við þurftum að vinna verkefni í fyrsta kaflanum. Síðan fórum við í dönsku og við vorum að skrifa handrit fyrir leikþáttinn. Síðan í lífsleikninni var hann Stefán að segja okkur frá Indlandsferðinni sem hann fór árið 2007 og hann lagði síðan fyrir okkur verkefni – klípusögu – sem við byrjuðum að ræða saman um.

Pistlahöfundar þessa viku voru

Daníel og Viktor

 

css.php