Fréttir

8. og 9. bekkur 18. – 22. febrúar

Vikupistill 8. og 9. bekkjar 18.-22. febrúar

Þessi vika byrjaði á alveg yndislegum mánudegi þar sem Stefán gaf sig allan í það að reyna að vekja okkur í fyrsta tíma en flestir voru þreyttir eftir helgina. Næsti tími var danska hjá okkur í níunda bekk en áttundi bekkur fór í íþróttir og skildi okkur eftir með bækurnar. Eftir þetta gekk dagurinn nokkuð vel – dagarnir ganga reyndar alltaf helv. vel. Í síðasta tíma dagsins, íþróttum, var farið í fótbolta og ekki laust við að nokkur brot hafi verið framin en menn létu það ekkert á sig fá og voru allir orðnir sáttir áður en farið var inn í klefa.

Í  vikunni erum við búin að vera að missa okkur í lærdómi fyrir stærfræði prófið mikla og tekur Stefán hvern tímann á fætur öðrum til þess að fara yfir atriðin fyrir það.

Í enskunni koma vinnubækurnar með Spotlight ennþá við sögu en á mánudögum og miðvikudögum er smávægileg tilbreyting þar sem við ýmist skrifum örsögur eða förum í English Grammar Online sem er enskuvefur á netinu. Nú höfum við lokið við Kjalnesingasögu og tekið próf úr henni þannig að við erum að undirbúa kynningar á samvinnuverkefnum sem eru unnin samkvæmt áherslum í nýrri aðalnámskrá. Í samfélagsfræði komum við ennþá sterk inn í bókinni Evrópa sem er ný bók og er aðeins öðrvísi en aðrar samfélagsfræðibækur. Í þessari viku erum við að fjalla um Asíu og þegar maður les um þessa heimsálfu skilur maður hvað við vitum í raun lítið um Asíu sem er fjölmennasta heimsálfan þar sem 2/3 hlutar mannkyns búa. Þessi vika var mjög „basic“ og eðlileg þar sem fátt óvenjulegt gerðist þannig að þessi vikupistill er bara svona „update.“

Höfundur vikupistils var Ómar Högni og þar sem hann gerði pistilinn einn sleppur hann við næstu umferð.

css.php