Fréttir

8. og 9. bekkur 19.-23. nóv

Vikupistill 19.-23. nóv.

 

Eins og venjulega byrjaði vikan á mánudegi en á mánudögum er eins og allir séu hálf „zombie“ – náhvítir og uppgefnir eftir helgina. Það hjálpar heldur ekki að við byrjum á íslensku þar sem Stefán kemur hoppandi ferskur inn í tíma og segir góðan daginn. Næst á eftir íslensku var danska hjá 9. bekk og áttundi fór í íþróttir og svo náttúrufræði þar sem Guðni kennari fer á kostum hvert eitt og einasta skipti og er sannarlega brandaraskytta þar sem hver kattarsagan kemur á fætur annarri. Því næst var stærðfræði sem er uppáhaldsfagið hans Tryggva. Maturinn er yndislegur eins  alltaf og snæddum við mjög góðan mat. Í fyrsta tíma eftir mat var enska og svo aftur íslenska – sem eru eins og svart-hvítar andstæður. Loks fór 9. bekkur með tíunda í íþróttir en 8. bekkur í dönsku og fékk nýja bók í dönsku, Tænk, en var í þeirri skemmtilegri bók Smart. Svo endaði dagurinn hjá unglömbunum í 8. bekk með fermingarfræðslu þar sem almættið er jafnan á næsta leiti.

Þriðjudagurinn byrjaði á stærðfræði eins og vanalega en flestum finnst hún erfið. Áætlunin fyrir þessa viku var þó í minna lagi.
Í samfélagsfræði notaði 8. bekkur tímann til þess að læra fyrir próf en 9. bekkur hélt áfram með kynningarnar sínar / power point sýningar til að gera spurningar úr sem koma svo eldheitar á prófi. Það er gaman að hafa íslensku í næsta tíma á eftir ef Stefán dettur í spjallið og miðlar af eigin reynslu og þekkingu. Svo gekk þriðjudagurinn sinn vana gang og endaði á valtímunum þar sem nemendur fara hver í sitt val.gi. ÍÍ fyrsta tíma á miðvikudaginn var náttúrufræði og svo tók danskan við og síðan stærðfræðitími þar sem 9. bekkur tók stafsetningarhlutann í GPR-14 lesskimunarprófinu en 8. bekkur hélt áfram með verkefnið sitt í „reyklaus bekkur.“ Enskutíminn fór líka í þetta hjá 8. bekk og eftir hádegi voru valtímarnir og svo var miðvikudagurinn á enda.Fimmtudagurinn byrjaði vel. 9. bekkur leitaði að uppskriftum fyrir „dansk smörrebröd“ í dönskutímanum en 8. bekkur var í íþróttum. Þar var spilaður förugur fótbolti. 9. bekkur fór síðan að vinna í skólablaðinu og eftir það það hittust bekkirnir aftur. Þá var farið í stærðfræði og svo leið fimmtudagurinn eins og aðrir dagar þangað til föstudagurinn rann upp.

Föstudagurinn kallar á bros enda vikan senn á enda. Í íslenskutímanum var áttundi í 10. bekkjarstofunni á  meðan 9. og 10 bekkur gerðu heilan helling af smörrebröd í dönsku hjá Björgu sem gerði grjónagraut með kirsuberjasósu (ris a la mente heitir það víst á fínna máli) í eftirrétt. 9. og 10. bekkingar gátu ekki klárað allan matinn og fengu 8. bekkingar að smakka á snilldinni og svo leið föstudagurinn sem endaði á lífsleikni þar sem dramatískum sögum frá Indlandi var deilt með nemendum.

Pistlahöfundar þessa viku voru

„awesome“ ritsmiðirnir Ómar og Tryggvi

css.php