Fréttir

8. og 9. bekkur 25. febrúar – 1. mars

Vikupistill vikuna 25. feb -1. mars

Mánudagur: Nemendur mættu flestir grútmyglaðir í skólann á mánudagsmorgun. 8. og 9. bekkur eru að vinna samvinnuverkefni í íslensku út frá Íslendingasögunni Kjalnesingasögu. Skipt er í fjóra hópa og er hver hópur með ákveðið viðfangsefni en þau eru: Kjalnesingasaga sem spennusaga, Ástir og hjónabönd í Kjalnesingasögu, Galdrar og þjóðsögur í Kjalnesingasögu og Persónulýsingar í Kjalnesingasögu. Í íþróttum fór 8. bekkur síðan í körfubolta en 9. bekkur var í dönsku á meðan. Í náttúrufræði erum við að læra um sólkerfið og fyrirbæri þess. Í stærðfræði undirbjó 9. bekkur sig fyrir próf í algebru en 8. bekkur lærði um almenn brot. Í ensku fór 9. bekkurinn í tölvur og lærði þar enska málfræði en 8. bekkur vann í bókinni Spotlight í kaflanum Fast and Furious. Í síðustu tveim tímunum var 9. bekkur í Íþróttum á meðan 8. bekkur fór í dönsku og lærði þar í kaflanum Hjemmet og fór síðan í fermingarfræðslu þar sem var lært um kristna trú.

Þriðjudagur: Í Stærðfræði tók 9. bekkur próf en 8. bekkur hélt áfram í bókum eins og daginn áður og í Samfélagsfræði var lært í bókinni Um Víða Veröld í kaflanum um Afríku. Í íslensku var haldið áfram með samvinnuverkefnin og við fengum líka enskutímann í það. Svo var annar samfélagsfræðitími og haldið áfram að svara spurningum. Í tímanum þar á eftir fór 9. bekkur í dönsku að vinna með kaflann um þjófa en 8. bekkur fór í tölvur og fékk þar frjálsan tíma. Svo fóru nemendur í valfögin sín.

Miðvikudagur: Fyrsti tími var náttúrufræði og þar fengu nemendur út úr prófi sem þeir höfðu tekið á föstudaginn í síðustu viku. Íslenskan var söm og í stærðfræði fór 8. bekkur í tölvur á síðuna rasmus en 9. bekkur fór í meiri prófaundirbúning. Svo voru valfög hjá nemendum í síðustu tímunum.

Fimmtudagur: Í fyrstu tímunum fór 8. bekkur í körfubolta með 7. bekk en 9. bekkur í dönsku og gerðu þar hlustunaræfingar og fóru líka að vinna í skólablaðinu en hvað þau gerðu þar er algjört leyndarmál. 9. bekkur hélt áfram undirbúningi fyrir aukapróf en 8. bekkur vann áfram í sínum almennu brotum. Samvinnuverkefni héldu áfram í íslensku og gekk það mjög vel. Í enskutímanum vann 8. bekkur samkvæmt áætlun en 9. bekkur undirbjó sig enn meira fyrir stærðfræðiprófið. Í stærðfræði tók 9. bekkur síðan aukaprófið í stærðfræði eftir að hafa undirbúið sig MIKIÐ og kom það ágætlega út en 8. bekkur vann áfram. Í síðustu tveim tímunum fór 8. bekkur í dönsku og útbjó þar leiðarvísi sem 9. bekkur átti að „fylgja“ daginn eftir á meðan 9. bekkur fór í körfubolta þótt sumir nemendur fengju frí til þess að vinna í árshátíðarleikriti leiklistarvalsins.

Föstudagur: Íslenskan fór aftur í samvinnuverkefni og í öðrum tíma fór 8. bekkur í stærðfræði en vann þar í verkefni sem nefnist Tóbakslaus bekkur á meðan 9. bekkur var í leikjatíma í dönsku. Í ensku fóru báðir bekkirnir í tölvur og mátti þar vinna í málfræði eða örsögum. Samfélagsfræðin var eins og venjulega og í náttúrufræði var farið yfir verkefni. Í dönsku gerði 9. bekkur sitt besta til að fylgja leiðarvísinum sem 8. bekkur hafði útbúið daginn áður á meðan 8. bekkur var í leik. Og svo í Lífsleikni fengum við tvær frí til að skrifa þennan pistil.

Bless í bili.

Pistilhöfundar þessa viku voru: Vilborg og Sigrún. :D :D :D

 

css.php