Fréttir

8. og 9. bekkur 28. jan- 1. feb

Vikupistill 28. jan. – 1. feb.

Þessi vika byrjaði með hinni árlegu þemaviku, þar sem fyrsti dagurinn var náttfatadagur og mættu ansi margir i náttfötum en því miður gátu ekki allir tekið þátt á þessum degi. Lagðar voru lokahendur á samvinnuverkefnið í ensku sem áður hefur verið nefnt. Og náðu flestir að skila af sér verkefninu en þá var komið að kynningunni.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á því að vinna í bókunum og mættu margir í gallafötum vegna þemavikunnar og fengum við að vita að það væri að koma kona með fyrirlestur um tóbaksnotkun og sagði Stefán að henni hefði seinkað aðeins. Seinna um daginn kom konan og var með ágætan fyrirlestur. Eftir þennan fyrirlestur sem tók einar 80 mínútur vorum við öll fróðari um skaðsemi tóbaksnotkunar, fíknina og hina  svo kölluðu „nikotín bolla“ sem myndast í hausnum á manni eftir fyrsta skammt af tóbaki eða fyrsta smókinn. Stefán sagði okkur frá myndinni „Fáðu JÁ“ þar sem Páll Óskar fjallar um misnotkun og kynlíf og segir m.a. frá fyrstu kynlífsreynslu unglinga. Stefán rifjaði upp þátttöku Páls Óskars í Júróvisjón, ögrandi framkomu hans og ummælum í útvarpsviðtali sem hneykslaði marga – og voru rifjuð upp í Áramótaskaupi sjónvarpsins það ár. Núna er Páll Óskar búinn að skipta um gír og farinn að fræða og stuðla að forvörnum í stað þess að ögra og hneyksla. Það sem Páll Óskar sagði í útvarpsviðtalinu er ekki hafandi eftir í þessum pistli…. Seinni hluta dagsins fóru síðan allir í valtímanana sína.

Á fimmtudaginn var „crazy-sokka“ dagur en annars byrjaði 8. bekkur í íþróttum og var farið í glímu en á meðan var 9. bekkur í dönsku og að skrifa skólablaðið. Svo fórum við í íslensku og ensku og var unnið við að klára svör við spurningum úr Kjalnesingasögu og í algebru og jöfnum í stærðfræði. Svo fórum við að sýna verkefni í ensku og komu þau frábærlega vel út. Síðan fór 9. bekkur í íþróttir á meðan 8. bekkur var að horfa á mynd um þau Önju og Viktor í dönsku en náðu ekki að klára hana.

Á föstudaginn var seinasti dagur þemavikunnar og var því tilvalið að hafa fínufatadag. En annars var unnið í bókunum þangað til seinasti hópurinn sýndi verkefnið sitt í ensku, verkefnið snérist um „New York“ hjá 9. bekk og tísku hjá 8. bekk. Og svo enduðum við daginn á því að fara út í lífsleikni.

Vikupistilinn skrifuðu

Annika og Elvar

css.php