Fréttir

8. og 9. bekkur 4. – 8. febrúar

                                                        Vikupistill 4.-8. febrúar

Mánudagur: Á mánudegi fór 5.-10. bekkur á skíði í Bláfjöll. Mjög margir fóru á skíði, sumir fengu sér að borða af nestinu og sumir héldu áfram að renna sér á skíðum eða bretti. Því miður voru bara tvær brekkur opnaðar, það voru æfingabrekkan og „amma mús“ brekkan og  var færðin mjög góð. Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir vont veður og fóru allir glaðir heim. Sumum var skutlað á afleggjara, nokkrir fóru úr á Vegamótum og svo var farið á Laugaland. 9.-10. bekkingar gistu á Bláfjöllum og þar var mjög gaman. Um leið og 5.-8. bekkingar fóru byrjaði veðrið strax byrjað að skána. Þeir sem komu ekki í þessa ferð þurftu að læra í dönsku.

Þriðjudagur: Á þriðjudegi mættu allir í skólann nema 9. og 10. bekkur svo 8. bekkur var mjög einmanna,  meira að segja alein í valfögunum. Samt var mjög gaman þrátt fyrir allt. Við lærðum og lærðum þar til einhverjir voru búnir með vikuætlun, svo fóru allir í valið sitt nema einn sem var ein í íþróttavalinu og fékk því að koma í tölvuvalið. Margir fóru sáttir heim en sumir fóru á glímuæfingu sem er alltaf á þriðjudögum. Það fréttist að veðrið hefði verið æðislegt í Bláfjöllum svo að þeir sem gistu voru mjög heppnir því allar brekkurnar voru opnaðar. Svo klukkan 17:30 komu 9. og 10. bekkingar heim.

Miðvikudagur: Á miðvikudegi var glímumót og árangur nemenda í Lauglandsskóla var mjög góður. Við unnum stiga bikarinn í 5.-7. bekk hjá stelpunum og báða stigabikarana í eldri flokki, 8.-10. bekk. Þeir sem fóru ekki voru eftir í skólanum að læra. Eins og áður voru mörg valfög en fáir nemendur; til dæmis voru aðeins tveir í leiklistarvali því að krakkar í tónlistarvali héldu tónleika fyrir foreldra. En það var mjög gaman í skólanum, allir fóru oft út í fótbolta í frímínútum og svo þegar fjórar mínútur voru eftir af skólanum komu krakkarnir til baka frá glímumótinu.

Fimmtudagur: Á fimmtudegi var mjög venjulegur skóladagur. Í íþróttum var eiginlega svona leikjavika, við fórum í brennó, skrýtinn brennó, handbolta, fótbolta. Svo fórum við í sturtu og beint upp í skóla og lærðum fyrir kannarinar í ensku og íslensku – Kjalnesingasögu – sem er svakalega skemmtileg. Síðan fórum við í stærðfræði og báðir stærðfræðitímarnir fóru í töflutíma til að undirbúa okkur fyrir stærðfræðiprófið. Í dönsku kláruðum við dönsku myndina Anja eftir Viktor og eftir það reyndu allir að klára áætlun í dönsku og læra fyrir könnuna á mánudaginn í næstu viku en Björg frestaði könnuninni.

Föstudagur: Á föstudegi fórum við í stærðfræði í staðinn fyrir íslensku og tókum prófið sem var fram í næsta tíma. Í ensku fóru allir í ego4.com til að æfa sig enskri málfræði og ritun og fengu að hlusta á tónlist. Í samfélagsfræði lærðum við í bókum og spjölluðum um jurtagarð eða gróðurhús til að hafa við skólann – útkennslustofu. Í náttúrufræði lásum við í bókinni og spjölluðum við Guðna. Í dönsku horfðum við á dönsk myndbönd og tókum upp leikrit í tímanum. Og í lífsleiknitímanum fórum við í spurningakeppni um Kjalnesingsögu sem var hugsuð sem einhvers konar undirbúningur fyrir íslenskuprófið.

Pistilinn skrifaði

Tryggvi

 

 

css.php