Fréttir

8. og 9. bekkur vikan 4. – 8. mars

Á mánudeginum komu allir fínir og afslappaðir í skólann eftir helgina og við byrjuðum á að fara í íslensku. Allir voru að klára samvinnuverkefnin sín og kynningarnar á verkefnunum. 8. og 9. bekkur eru ekki saman í dönsku, 9. bekkur er með 10. bekk í dönsku á meðan 8. bekkur er í íþróttum. Núna fer marsmánuður í það að taka upp stuttmyndir á dönsku og þessi vika fór í að búa til handrit og öllum hefur gengið vel með það – höldum við. 8. bekkur var bara í bókunum og er alveg að fara að klára kaflann „Hjemmet.“ Næst var náttúrufræði og við vorum bara að lesa upp úr bókunum og gera verkefnin sem fylgja með. Í stærðfræði vorum við í bókunum, 8. bekkur var að klára kaflann sem er um almenn brot en 9. bekkur var að klára algebruna og var að byrja á Einslögun. Í ensku og íslensku vorum við að klára samvinnuverkefnið í Kjalnesingasögu þannig að í þessari viku vorum við ekki mikið að vinna í bókum. 9. bekkur endaði mánudaginn á því að fara í blak í íþróttum. Á meðan 9. bekkur var að slá í bolta þá var 8. bekkur í dönsku og fermingarfræðslu sem gengur mjög vel og verður lokapróf mánudaginn 18. mars.

 

Á þriðjudaginn þá komu allir í skólann og við byrjuðum að fara í stærðfræði og eins og á mánudaginn þá vorum við að læra í bókunum. Svo kom samfélagfræði og þar vorum við að læra um Norður-Ameríku. Næstu tvo tímana var íslenska og enska en eins og við sögðum áðan þá vorum við að klára samvinnuverkefnin í Kjalnesingasögu í þessum tímum. Eftir mat fórum við í samfélagsfræði og þar vorum við rétt eins og í seinasta samfélagsfræðitíma að vinna upp úr bókunum. Svo kom danska hjá 9. bekk en íslenska hjá 8. bekk. 9. bekkur hélt áfram með dönskuhandritið en 8. bekkur var með sígildan og skemmtilegan spjalltíma með Stefáni. Eftir skyldufrímínúturnar var loksins komið að valinu og þá fórum við (pistlahöfundar ) í skartgripagerð og íþróttir. Í skartgripagerð var ég (Viðja) að klára að gera fermingarkertastjakana mína, en í íþróttum vorum við að spila blak því það er blakvika í skólaíþróttum.

 

Á miðvikudaginn féll skólinn niður vegna veðurs og þá voru allir nemendur heima og sváfu út og sinntu húsverkum og heimanámi.

 

Á fimmtudaginn komu allir úthvíldir eftir fríið á miðvikudaginn. Dagurinn byrjaði þannig að tvo fyrstu tímana fór 8. bekkur í íþróttir þar sem blakvikan hélt áfram. Á meðan var 9. bekkur í dönsku að klára handritin fyrir stuttmyndirnar. Svo í næsta tíma fór 9. bekkur í skólablaðið og eins og þið vitið kæru lesendur þá er árshátíðin okkar á föstudaginn 15. mars og þá ætlar 9. bekkur eins og alltaf að selja skólablaðið okkar sem heitir Varðan og rennur ágóðinn í ferðasjóð fyrir 10. bekkjar ferðina okkar á næsta ári. Eftir nestisfrímínútur kom Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fv. knattspyrnumaður, og talaði við 9. og 10. bekk um að setja sér ákveðin markmið í lífinu. Það tók tvo tíma eða fram að hádegi. Á meðan var  8. bekkur að læra í sínum bókum í stærðfræði og íslensku. Eftir hádegið var komið að þessari blessaðri kynningu á Kalnesingasöguverkefnunum. En ekki voru nú allir tilbúnir þannig að við ákváðum að kynna líka á föstudaginn. Þannig að leiklistarvalið fór að undirbúa árshátíðarleikritið og þau sem eru ekki í leiklistarvali fóru að undir búa sitt leikrit líka. Eftir útifrímínúturnar fór 9. bekkur í íþróttir og kláraði skólann þar en 8. bekkur fór í dönsku að vinna í bókunum í kaflanum „Hjemmet“ eins og þau voru búin að gera alla vikuna.

 

Á föstudaginn komu allir tilbúnir fyrir seinasta dag skólavikunnar. Þá byrjuðum við í íslensku og kláruðum að kynna verkefnin úr Kjalnesingasögu og það gekk rosa vel hjá öllum – höldum við bara. Svo var danska hjá 9. bekk en stærðfræði hjá 8. bekk. Í dönsku hjá 9. bekk voru nokkrir að búnir að klára handritin og þá var bara eftir að æfa sig í sínu hlutverki. En í stærðfræði hjá 8. bekk var unnið í bókinni og keppst við að klára áætlunina. Svo komu nestisfrímínútur og allir gæddu sér á nestinu sínu. Tónlistarvalið missti tíman sinn á miðvikudag þannig þau eru búinn að nota eiginlega allar frímínútur til að æfa sig fyrir árshátíðina. En svo kom enska og þar fórum við að æfa árshátíðarleikritin – bæði leiklistarvalið og hinir sem eru ekki í því. Í samfélagsfræði vorum við að vinna í bókunum og reyna að klára kaflann. Í fyrsta tíma eftir mat fórum við í náttúrufræði og þar vorum við að tala saman um stjörnurnar og stjörnumerkin sem er rosa gaman. Svo fóru báðir bekkirnir í dönsku. Nú eruð þið pottþétt að hugsa: En þau eru ekki í samkennslu í dönsku! Júúú…við erum það í einum tíma á föstudögum. Í þeim tíma þá erum við að klára áætlunina okkar eða í dönskuleikjum sem æfir okkur að tala rétta dönsku. Seinasti tíminn var lífsleikni og þann tíma notuðum við til að æfa leikritin fyrir árshátíðina.

 

Og svo kom helgin!

 

Takk fyrir og kveðja,

 

Margrét Heiða Stefánsdóttir & G. Viðja Antonsdóttir

css.php