Fréttir

8. og 9. bekkur vikuna 11. – 15. febrúar

Vikupistill 11.-15. febrúar

Mánudagur: Mánudagurinn byrjaði á íslensku og við lærðum undir Kjalnesingasögupróf. Í öðrum tíma var danska hjá 9. bekk og íþróttir hjá 8. bekk. Í þriðja tíma var náttúrufræði og við lærðum margt um stjörnur. Í 4. tíma var stærðfræði og við lærðum um jöfnur. Í 5. tíma var enska og við fórum í enskupróf. Í 6 tíma var íslenska og við héldum áfram með enskuprófið og þegar við vorum búin þá fórum við í stærðfræði. Í 7. og 8. tíma fór 9. bekkur í íþróttir á meðan 8. bekkur fór í dönsku að læra dönsku og síðan í seinasta tíma var kristinfræði og við lærðum um Jesú.

Þriðjudagur: Þriðjudagurinn byrjaði á stærðfræði og við héldum áfram að reikna jöfnudæmi. Í öðrum tíma var samfélagsfræði þar þar sem við lærðum um Evrópu og Asíu. Í 3. og 4. tíma tókum við próf í Kjalnesingasögu. Í 5. tíma var samfélagsfræði en þá fengum við að spila. Í 6 tíma var danska hjá 9. bekk en stærðfræði hjá 8. bekk. Dagurinn endaði á valtímum.

Miðvikudagur: Frí – starfsdagur kennara.

Fimmtudagur: Frí – foreldradagur.

Föstudagur: Dagurinn byrjaði að venju á íslenskutíma og við fengum að sjá Kjalnesingasöguprófið. Í öðrum tíma var danska hjá 9. bekk og stærðfræði hjá 8 bekk. Í 3. tíma var enska og við fengum að lesa í frjálslestrarbókum. Í 4. tíma var samfélagsfræði og við lærðum um Evrópu og Asíu. Í 5. tíma var náttúrufræði og við lærðum um stjörnur. Í 6. tíma var danska og við fórum við í tölvur og lærðum dönsku. Í 7. tíma vorum við að skrifa vikupistilinn á meðan hinir voru úti í fótbolta.

6.-10. bekkingar fóru ekki heim með skólabíl því að framundan var leikhúsferð til Reykjavíkur með meiru.

Vikupistilinn skrifuðu

Eiður og Guðni

css.php