Fréttir

8. og 9. bekkir 9.-13. september

Mánudagur: Dagurinn byrjaði með sameiginlegum íslenskutíma hjá áttunda og níunda bekk hjá henni Kristínu. Við vorum saman í bókinni Laxdælu. Eftir það var sameiginlegur enskutími hjá Thelmu. Eftir fyrstu frímínúturnar fór áttundi bekkur í sund og sá níundi í skólablaðið.  Að því loknu var komið að stærðfræði hjá Sigurjóni fyrir báða bekkina. Eftir mat tvístruðust bekkirnir aftur og áttundi fór í ensku en sá níundi fór í dönsku. Síðan var náttúrufræði hjá Thelmu hjá báðum bekkjunum. Eftir löngu frímínúturnar fór áttundi bekkur í dönsku og íslensku en níundi bekkur í sund með þeim tíunda.

Þriðjudagur:   Við byrjuðum á að fara í stærðfræði og ensku, allt sameiginlegt. Eftir frímínúturnar var aftur komið að tvöföldum sameiginlegum tíma í náttúrufræði. Eftir matinn var sameiginleg samfélagsfræði þar sem við lærðum um Suður-Ameríku og sameiginleg íslenska og allt í boði Kristínar. Eftir löngu frímínúturnar var svo boðið upp á skemmtilegt val fyrir alla.

Miðvikudagur:  Áttundi bekkur byrjaði í dönsku og níundi fór í íslensku. Svo kom hópurinn saman og fór í íslensku. Eftir frímínúturnar kom hópurinn aftur saman og reiknaði stærðfræði í heilan tíma. Síðan fór áttundi í upplýsingamennt á meðan  níundi var í dönsku. Í lok dagsins var boðið upp á Val.

Fimmtudagur:  Níundi bekkur fór í Veiðivötn en veiddi nú ekki mikið en skemmtunin var mikil. Á meðan var áttundi bekkurinn hérna á Laugalandi að læra eða þannig, meðal annars Taekwondo í íþróttum, áttundi bekkur fékk að spila hjá Thelmu í ensku. Þá var tvöfaldur dönsku tími með Björgu þar sem við hönnuðum draumabæinn okkar.

Föstudagur: Við fengum nýja bók í ensku sem heitir Spotlight 9. Svo tók við tvöfaldur stærðfræðitími hjá Sigurjóni.  Í samfélagsfræði drógum við okkur í þriggja manna hópa sem eiga að vinna verkefni um Suður-Ameríku.  Í íslensku unnum við svo í vikuáætlun.

css.php