Fréttir

Aðventuhátíð á Laugalandi

Kvenfélagið Eining í Holtum heldur aðventuhátíð á Laugalandi fyrsta sunnudag í aðventu. Hátíðin er orðin fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum. Öllu jafna eru flutt tónlistaratriði á hátíðinni en í ár var tónlistaratriði frá yngstu nemendum Laugalandsskóla. Þessi flutningur tókst í alla staði vel.  Börnin stigu brosandi upp á svið og fluttu nokkur lög bæði með og án undirleiks. Í vetur hafa börnin æft söng saman í kór 1x í viku undir stjórn kennara skólans þeirra Kristínar Sigfúsdóttur og Thelmu Marínósdóttur.

Einnig flutti tónlistarval skólans nokkur lög en það er skipað nemendum af elsta stigi skólans. Stefán Þorleifsson sér um kennslu og leiðsögn þeirra í ár en í fjarveru hans á hátíðinni lék Kristín Sigfúsdóttir undir. Óhætt er að segja að allir nemendur skólans sem stigu á svið hafi staðið sig með miklum sóma.

 

3 4 25

css.php