Í gær (miðvikudaginn 20. mars) var alþjóðlegi hamingjudagurinn sem haldinn er að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni var ýmislegt gert í Laugalandsskóla.
Nemendur í 1. og 2. bekk sömdu hamingjutónverk þar sem þeir létu hamingjuna ráða för og spiluðu af krafti á alls konar hljóðfæri og fengu útrás fyrir hamingjuna inni í sér. Hér fyrir neðan má sjá upptöku úr tónmenntartíma í gærmorgun. Hópurinn var að vonum kampakátur með afraksturinn.
Ljósmyndavalið fór um skólann og reyndi að fanga hamingju á filmu (sjá myndir til hliðar) og öll lögðum við okkur fram um að dagurinn yrði hamingjuríkur í Laugalandsskóla.