Fréttir

Árshátíð á 60. starfsári skólans

Árshátíð skólans fer fram föstudagskvöldið 16. mars og hefst kl. 18:45. Það verður afmælissýning á Harry Potter. Endilega takið með ykkur gesti og njótið góðrar skemmtunar sem nemendur og kennarar hafa lagt mikinn metnað í að æfa og setja á svið. Skólabílar sækja nemendur sem eiga að vera mættir kl. 18:15. Þeir fara síðan heim með foreldrum að árshátíð lokinni. Hægt er að kaupa kaffi þegar sýningu lýkur og kostar það kr.1000 sem styrkir útskriftarferð 10. bekkjar nemenda.  Einnig verður Skólablaðið Varðan selt á staðnum og kostar blaðið kr. 1000.-

Hjartanlega velkomin starfsfólk og nemendur Laugalansskóla

 

css.php