Fréttir

Árshátíð Laugalandsskóla

Við í Laugalandsskóla höldum okkar árlegu árshátíð föstudagskvöldið 28. mars.
Þá stíga nemendur á stokk og flytja okkur fjölbreytt skemmtiefni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Skólabílarnir sækja nemendur  hver nemandi fer síðan heim með sínu fólki.

Skólablaðið Varðan verður til sölu og rennur ágóðinn í ferðasjóð 10. bekkjar.

10. bekkingar og aðstandendur þeirra sjá einnig um kaffiveitingar að sýningu lokinni.

 

css.php