Fréttir

Árshátíð Laugalandsskóla

Árshátíð Laugalandsskóla var haldin 20. mars og tókst með ágætum. Allir nemendur stigu á stokk og tóku á einn eða annan hátt þátt í hátíðinni. Elstu nem­endur skólans sjá um tæknileg atriði og margskonar aðstoð en um sviðsuppsetningu að þessu sinni sá listaval skólans undir handleiðslu Bjargar kennara. Listavalið bjó til bakgrunn og leikmuni á sviðinu sem nýttist öllum bekkjum skólans. Útfærsla þessi kom einstaklega vel út og óhætt að segja að metnaður og gleði einkenndi sviðsmynd listavalsins.

Fyrst á svið voru nemendur í 1. og 2. bekk. Þeir hafa verið að vinna með ljóðið ‘Nytjafuglinn‘ eftir Þórarinn Eldjárn í vetur og sömdu meðal annars lag við ljóðið. Leikritið þeirra hét Leitin að Nytjafuglinum.

Nemendur í 3. og 4. bekk sömdu handrit upp á eigin spýtur en það var unnið útfrá veðurfari og skipt upp í þrjá þætti. Fyrsti þáttur var Snjóstormurinn mikli, annar þáttur Sól og blíða og sá þriðji Rok og rigning.

Fimmti, sjötti og sjöundi bekkur fluttu leikritið Ferðamenn á Íslandi, sem þau sömdu sjálf með hjálp umsjónarkennara síns.

Nemendur áttunda og níunda bekkjar sýndu svo einnig frumsamið leikrit sem þau nefndu Flóttinn mikli.

Inn á milli og í lok dagskrár fluttu nemendur í tónlistarvali skólans lög með mikilli prýði. Og að vanda var stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti foreldra nemenda 10. bekkjar í lok hátíðarinnar.

Sjá fleiri myndir í myndaalbúmi undir „annað“ hér að ofan.

DSCF1077         DSCF1048DSCF1003         DSCF1141

css.php