Fréttir

Árshátíð Laugalandsskóla

.Árshátíð skólans fer fram föstudagskvöldið 5. apríl og hefst kl. 19:00. Þar verða stórskemmtileg atriði í boði nemenda. Endilega takið með ykkur gesti og njótið góðrar skemmtunar sem nemendur og kennarar leggja mikinn metnað í. Skólabílar sækja nemendur sem eiga að vera mættir í skólann kl. 18:30. Þeir fara síðan heim með foreldrum að árshátíð lokinni. Hægt er að kaupa veitingar eftir sýningu og kosta þær kr. 1000. Ágóðinn fer til styrktar útskriftarferð 10. bekkjar nemenda.

Skólablaðið Varðan verður selt á staðnum og kostar blaðið kr. 1000.-

Verið hjartanlega velkomin.

Starfsfólk og nemendur Laugalandsskóla

css.php