Fréttir

Árshátíð og páskafrí

Eins og flestir vita héldum við veglega Harry Potter árshátíð hér í Laugalandsskóla föstudaginn 16. mars sl. Mikill undirbúningur var að baki sem einkenndist af einskærri gleði og ánægju sama hvort litið var til nemenda, starfsfólks eða foreldrasamfélagsins. Margt fólk mætti á sýninguna sjálfa sem gekk að óskum og voru það glaðir krakkar sem tóku klappandi á móti aðstandendum sínum á leið sinni úr salnum og niður í íþróttasal þar sem þeirra beið dýrindis kaffihlaðborð sem foreldrar 10. bekkinga sáu um í samstarfi við skólann.

Um leið og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna óskum við ykkur gleðilegra páska og vonum að allir njóti þess sem best að vera í páskafríi.

Nemendur mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 4. apríl.

 

DSCF7207 DSCF7212DSCF7232 DSCF7299 DSCF7303   DSCF7382 DSCF7392  DSCF7420 DSCF7438DSCF7352DSCF7364

css.php