Fréttir

Árshátíðin að baki

Það var líf og fjör hér í skólanum á föstudagskvöldið! Þá var haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans tóku þátt og settu á svið leikverk, byggð á ævintýrum H.C.Andersen. Að vanda var fullt út úr dyrum og stemningin hreint frábær á sýningunni. Krakkarnir toppuðu sjálfan sig og hvert og eitt þeirra var sigurvegari kvöldsins. Tónlistarvalið flutti söngatriði sem voru mjög flott og metnaðarfull!

Foreldrar og nemendur í 10. bekk héldu utan um kaffiveitingar, undirbúning fyrir þær og frágang í sal á eftir. Þar var svo sannarlega engum í kot vísað!

Takk öll sem komuð til okkar og nutu þessa alls með okkur.

Við erum virkilega stolt af árshátiðinni okkar 2017.

Meðfylgjandi er leikskrá kvöldsins (í tveimur hlutum) og nokkrar myndir!

Programm 1 hluti

programm 2 hluti

IMG_0171 IMG_0193 IMG_0188 IMG_0212 IMG_0244 IMG_0260 IMG_0168 IMG_0321 IMG_0346 IMG_0329 IMG_0330 IMG_0356 IMG_0372 IMG_0399 IMG_0420 IMG_0425 IMG_0413 IMG_0434 IMG_0470 IMG_0514 IMG_0440 IMG_0553 IMG_0599

css.php