Fréttir

Bekkjarbragur 1. bekkjar

 

Veturinn byrjar vel hjá kennurum og nemendum í 1. bekk. Við höfum að undanförnu verið í óðaönn að móta þær reglur og þau gildi sem við viljum starfa eftir. Niðurstaðan er sú að við viljum bekkjarstofu þar sem við fáum vinnufrið, okkur er sýnd virðing og vinsemd og við viljum að sjálfsögðu hafa gaman.

Það fer mikil orka fyrstu vikurnar að hausti að móta bekkjarbrag. Það skilar sér hins vegar alltaf til baka í hamingjusamari og vinnusamari nemendum. Umsjónarkennari þarf að kenna leiðir til að hlúa að samskiptafærni og leiðir sem leysa ágreining. ART-þjálfun er eitt af þeim verkfærum sem við notum til þess. Mikilvægt er að foreldrar hjálpi til við að móta og viðhalda góðum brekkjarbrag. Til dæmis þarf að passa að bjóða öllum í afmæli. Samskipti á milli foreldra þurfa að vera opin og jákvæð og allt neikvætt umtal um skólastarfið kemur sér illa. Ef foreldrar þurfa að viðra skoðanir sínar og koma á framfæri hugmyndum um það sem betur má fara, er eðlilegast að heyra í umsjónarkennara eða skólastjórnendum.

Hér má sjá myndir sem sýna reglurnar og gildin okkar. Þetta settum við upp á skemmtilegan hátt, sem vissulega hjálpar til við innleiðinguna.

70941596_502269776998336_451042076558098432_n70617299_837001203364027_4711147543923261440_n71165290_682921328878545_7795378101940125696_n

css.php