Fréttir

Bekkjarpistill 21. til 25. október hjá 5.-7. bekk

 

Dansvikan var í gangi þessa viku og fannst okkur það skemmtilegt. Danssýning var svo haldin á föstudeginum og við sýndum þá dansa sem við höfðum æft.

Í stærðfræði vorum við í bókarlausri viku og unnum í hópaverkefni. Við gerðum könnun í skólanum og unnum svo myndrit og lýstum niðurstöðum. Í heimilisfræði gerðum við hlaðborð sem samanstóð af kökum og það var mjög skemmtilegt.

Á miðvikudeginum fór 7. bekkur á hrekkjavökuball hjá skólanum sem var spennandi og skemmtilegt því margir flottir búningar sáust og nemendaráð hafði gert draugagöng til að hræða okkur þegar við komum.

Í upplýsingamennt héldum við áfram með boðskort og fleira. Í ensku hlustuðum við á sögu og teiknuðum draumabæinn okkar og í dönsku unnum við í glærusýningu.

Útaf dansvikunni vorum við í útiíþróttums sem var mjög gaman því það var svo gott veður.

5.-6.-7. bekkur. bekkjamynd

css.php