Bekkjarpistill vikunnar.
Í vikunni þreyttum við próf í íslensku og 7. bekkur tók líka próf í stærðfræði. Við fluttum sögurnar okkar sem við gerðum í íslensku fyrir bekkinn sem var mjög gaman.
Við byrjuðum að hugsa hvað við ætlum að gera á litlu jólunum og hvort að bekkirnir geti farið saman í bíó.
7. bekkur fór í heimsókn í leikskólann og las fyrir þau sögur og léku við börnin.
Á föstudag var dagur gegn einelti og við vorum öll saman í skólanum að gera armbönd. 7. bekkur fékk líka að vita að þau fá niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum heim í dag og opna með foreldrum sínum.