Fréttir

Bekkjarpistill 8.-9. bekkjar, 7.-11. okt.

Vikan byrjaði að venju á mánudegi.  Þann dag unnum við í áætlun í öllum fögum.  Á þriðjudag var próf í ensku hjá 8.- og 9. bekk og 9. bekkur fór svo í próf í dönsku á miðvikudag.  Þann dag fóru allir í val eftir hádegi og áttu skemmtilega tíma þar.  Við höfum unnið svolítið í samfélagsfræðiverkefninu okkar sem er alveg ágætt.  Á miðvikudag fóru allir í val eftir hádegi.Á miðvikudagskvöld var haustball í Þykkvabæ frá kl. 19:00-22:00 og var það geðveikt!

Á föstudag kepptumst við við að klára áætlunina okkar og fengum að horfa á mynd úr þáttaröðinni Human Planet.

 

css.php