Fréttir

Bleiki dagurinn

Föstudagurinn 11. október var sérstakur bleikur dagur um land allt.  Bleikur er baráttulitur októbermánaðar sem hefur verið eyrnamerktur baráttunni við krabbamein og bleiku slaufunni sem seld er til styrktar þessu málefni. Krakkarnir í Laugalandsskóla létu sig málið varða og sameinuðust um að mæta í bleiku í skólann þennan dag sem og starfsmenn. Eldhúskonurnar okkar bættu svo um betur og buðu upp á bleikan grjónagraut og bleika köku í eftirrétt sem vakti mikla lukku meðal hópsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá bleika nemendur og matráðinn reiða fram þessa bragðgóðu bleiku köku sem var eftirrétturinn þennan daginn.

 

IMG_1085                                                                                IMG_1084

css.php