Það er siður hér á Laugalandi að krakkarnir sem byrja í skólanum í haust koma nokkra daga í heimsókn til okkar í 1. og 2. bekk.
Hópurinn sem byrjar í haust er aldeilis myndarlegur og áhugasamur um skólastarfið. Þau eru áhugafólk um stærðfræði og alls kyns fleri skemmtileg verkefni. Það verður að segjast að þau voru sérlega góðir gestir og gestgjafarnir voru ákaflega hjálplegir.
Megi blessun fylgja skólagöngu þeirra!