Í dag er dagur gegn einelti. Til að minna okkur á mikilvægi þess að allir séu mikilvægir og að allir séu hluti af stærri heild var nemendum skipt í hópa sem innihéldu nemendur frá 1. og upp í 10. bekk.
Í hópunum útbjuggu allir vinabönd úr garnafgöngum. Krakkarnir völdu sér liti, en allir notuðu hvítan lit með sem eins konar sameiningartákn.
Gaman var að sjá hvað eldri nemendur voru duglegir að hjálpa þeim yngri og áttu allir sín vinabönd í lok dags.