Fréttir

Dagur íslenskrar tungu 16.11.2016

leikskoliDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur hjá 1. og 2. bekk með því að heimsækja leikskólann. Þar var höfðinglega tekið á móti krökkunum með upplestri og söng.
Verðandi 1. bekkur vakti aðdáun okkar allra fyrir flottan upplestur og kynningu á Jónasi Hallgrímssyni, en 16. nóvember er einmitt fæðingardagur hans.
Elstu hóparnir sungu fyrir skólakrakkana ýmis ljóð.
Skólakrakkarnir kynntu álfaleikhúsið sitt sem þau hafa verið að vinna að í haust og kynntu helstu persónur þess.
Smá tæknilegir erfiðleikar urðu til þess að ekki tókst að sýna upptökur frá frumflutningi Álfaleikritanna – en það gerir ekkert til, því nú erum við hér í skólanum komin með frábært tilefni til þess að bjóða skólahópnum í heimsókn til okkar á Bókasafnið til að horfa!
Takk fyrir góðar móttökur!

thafa   nullti-bekkur   onnum-kafnir

css.php