Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Síðasta fimmtudag var dagur íslenskrar tungu og af því tilefni heimsótti 1. og 2. bekkur eldri deild leikskólans. Þar fluttu þau 3 leikrit sem þau höfðu æft. Að því loknu settust þau niður og hlustuðu á nemendur leikskólans í 3 elstu árgöngum syngja íslensk lög. Þessi heimsókn heppnaðist í alla staði vel og er afar skemmtileg hefð sem myndast hefur hjá skólunum.

IMG_1828 IMG_1829 IMG_1831 IMG_1836 IMG_1837 IMG_1838 IMG_1840

 

css.php