Þessa vikunna dunar dansinn hjá okkur í Laugalandsskóla. Auður Haralds hefur komið til okkar í mörg ár og kennt nemendum dans. En eins og segir í aðalnámsskrá grunnskóla ,,þótt dansinn hafi mörg og ólík andlit eiga þau það öll sameiginlegt að örva og þroska líkamsvitund, líkamslæsi og hreyfigreind einstaklingsins.“ Því erum við þakklát fyrir þessa faglegu kennslu Auðar ár hvert. Ekki er annað að sjá en nemendur gleðjist einnig mjög yfir þessari tilbreytingu. Hér fyrir neðan eru myndir af nemendum í 1. -3. bekk.