Dansvikan er nú í fullum gangi og nemendur skemmta sér vel.
Það ríkir mikil tilhlökkun að fá tækifæri á að líta uppúr kennslubókunum og fara að dansa. Nemendur æfa sig fram á föstudag en þá er foreldrum boðið á sérstaka danssýningu í íþróttasalnum.
Foreldrum nemenda í 1. – 3. bekk er boðið að koma kl 9:10 – 09:50
Foreldrum nemenda í 4 .- 7. bekk er boðið að koma kl 10:50 – 11:30.
Við vonumst til að sjá sem flesta.