Nemendur í 5. – 10. bekk brutu upp hefðbundið starf skólans og spiluðu félagsvist eftir hádegi föstudaginn 12. maí. Höfðu þeir fengið tilsögn og æfingar í reglum spilsins dagana á undan og voru komnir í keppnisskap áður en leikar hófust. Gaman var að sjá áhugann, einbeitinguna og spilagleðina í andlitum krakkanna og var tíminn fljótur að líða.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá spilavistinni.