Ágætu foreldrar forskólanemenda í 1. – 3. bekk
Næsta kennsluvika 11. – 15. september er foreldravika hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Það væri okkur sönn ánægja ef þú/þið sæuð ykkur fært að koma í heimsókn til okkar í forskólann fimmtudaginn 14. september. Bæði til að hitta tónlistarkennarana, fá upplýsingar um kennslufyrirkomulag, hljóðfærið og námsefnið sem kennararnir nota í kennslunni.
- bekkur verður í stofu 4 Chrissie Guðmundsdóttir kennir þeim á fiðlu kl. 13:40 – 14:20
2. bekkur verður í stofu 7 Maríanna Másdóttir kennir þeim á blokkflautu 13:40 – 14:20
3. bekkur stúlkur verða í stofu 7. Maríanna Másdóttir kennir þeim á þverflautu 14:20 – 15:00
4. bekkur strákar verða í stofu 9 Glódís Margrét Guðmundsdóttir kennir þeim á hljómborð kl. 14:20 – 15:00
Hér má sjá þær stöllur í 3. bekk sem eru að hefja nám á þverflautu.