Mánudaginn 13. maí fóru nemendur 7. bekkjar Laugalandsskóla í Fornleifaskóla barnanna sem staðsettur er í Odda á Rangávöllum. Þar tóku þrír fornleifafræðingar á móti þeim sem byrjuðu á að sýna þeim stutt kynningarmyndband um fornleifar og rannsóknir á þeim. Síðan var krökkunum skipt í þrjá hópa og fékk hver hópur að prófa þrjár mismunandi stöðvar. Krakkarnir gengu í störf fornleifafræðinga og kynntust þannig störfum þeirra. Þrátt fyrir rok og nokkra rigningu komu allir alsælir heim eftir góðan dag.