Fréttir

Samvinnu-föstudagur

Síðasta föstudag var kennsla brotin upp.  Þá var nemendum skipt upp í hópa þannig að eldri og yngri nemendur voru saman í hóp. Fimm stöðvar voru settar upp þar sem nemendur fóru á milli og unnu að skemmtilegum verkefnum saman. Á fyrstu stöðinni átti að teikna upp sína hönd og  „gera og græja“, höndunum var síðan safnað saman og límdar upp á tré sem hangir uppi í skólanum (sjá mynd). Önnur stöðin var að klippa greinar og skreyta með því að vefja garni utanum (sjá mynd).  Afraksturinn hangir einnig uppi á vegg í skólanum. Þá voru bakaðar kókoskúlur, farið í útileiki og spiluð spil. Eins og sést á myndunum þá skemmtu nemendur sér hið besta og vináttutengsl sköpuðust milli bekkja. Fleiri myndir eru í myndaalbúmi.
138 139 IMG_1117 IMG_1121 IMG_1134 föndur1 2015

 

 

css.php