13. nóvember 2020

Föstudagurinn 13. nóvember

Í miðju covid tímabilinu er samt glatt á hjalla í Laugalandsskóla.  9. og 10. bekkingar eru að spila og skemmta sér.  Allir eru vel stemdir fyrir helgina enda ekki hægt þegar smjör drýpur af  hverju strái hjá okkur í sveitinni.

Það sama má segja af 1. og 2. bekk, þau voru í söngstund með sínum kennurum og eins og sést á myndunum þá finnst mörgum þeirra svona söngstund  toppurinn á tilverunni, en sjón er sögu ríkari.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR