Fréttir

Fræðslufundur fyrir alla foreldra og kennara

 

  Mánudaginn 9. janúar 2017 verður fræðslufundur um lestur og lestrarþjálfun klukkan 17:30 í matsal skólans. Edda Antonsdóttir kennsluráðgjafi verður með framsögu. Áhersla verður lögð á samspil heimilis og skóla í þessum efnum.

Fjallað verður almennt um lestur og lestrarþjálfun. Rætt um sameiginlega ábyrgð skóla og heimila varðandi lestrarnám barnanna og hvernig foreldrar geti sem best orðið að liði í þeim efnum. Stuttlega verður fjallað um lestrarerfiðleika og einkenni þeirra, hvernig þeir eru greindir og hvað sé til ráða.

Nú í  upphafi árs 2017 ætlum við í skólanum að fara af stað með   lestrarátak til að auka leshraða nemenda og ánægju af lestri.
Óskum við eftir að allir foreldrar mæti á fundinn.

 

 

Bestu kveðjur

Sigurjón Bjarnason

css.php