Fréttir

Fréttakorn eftir tvær vikur

Fréttakorn eftir 2 vikur í skólahaldi

Skólastarfið hefur farið mjög vel af stað þessar fyrstu tvær vikur sem nú eru liðnar af nýju skólaári. Nemendafjöldinn er tæplega sjötíu nemendur en þeim hefur fjölgað nú á síðustu dögum og starfsfólk er fjórtán talsins í mismiklu stöðuhlutfalli.

Það var greinilegt á nemendahópnum að tilhökkun ríkti þegar skólinn hófst í ágústlok, við að hittast á nýjan leik. Ekki síst ríkti eftirvæting hjá þeim sem voru að hefja skólagöngu sína í 1. bekk en það eru 12 hressir og kátir krakkar sem eiga eftir að vera kjölfesta skólans um langan tíma.

Kynningafundurinn sem haldinn var fyrir foreldra nemenda síðastliðinn þriðjudag var ágætlega sóttur og viljum við, starfsliðið,  þakka fyrir hann.

Nemendur úr 7. – 10. bekk héldu sitt fyrsta skemmtikvöld í gærkvöldi og var full mæting. Þar var margt til skemmtunar gert og má segja að sum atriðin hafi verið

frumleg en önnur í klassískum stíl.

Hér fyrir neðan eru myndir af 5.- 7. bekk í náttúrfræði hjá Thelmu kennara

IMG_0321 IMG_0323 IMG_0340.

Kristinn, Grétar, Brynjar og Hákon                                        Sigurður Matthías                                                               Kristinn Ásgeir

IMG_0317

Sigurbjörg Helga

css.php