Fréttir

Fréttir úr skólanum

Þrátt fyrir hverja lægðina á fætur annarri þetta haustið hefur okkur liðið vel í skólanum.  Krakkarnir eru komnir vel af stað í öllu námi og er gaman að sjá hversu margir eru duglegir að lesa bækur, bæði í skólanum og heima.

Elstu nemendur leikskólans á Laugalandi koma tvisvar í viku í heimsókn í Laugalandsskóla.  Þeir fara ýmist með okkar nemendum í sund, í dagskóla eða í kennslustund.  Þetta er skemmtilegt samstarf á milli skólastiga og gerir það að verkum að nemendur 1. bekkjar mæta tiltölulega öruggir með sig í grunnskólann að hausti.

Listaval elsta stigs vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að fegra skólann okkar.  Nemendum völdu sér svæði til að vinna með. Það er spennandi að fylgjast með vinnu þeirra og verður athyglivert að sjá afraksturinn í lokin.

 

Myndir úr skólastarfinu

7. okt. 2014 0177. okt. 2014 0197. okt. 2014 023 7. okt. 2014 0307. okt. 2014 0037. okt. 2014 004

css.php