Fréttir

Fundagerð skólaráðs 24. apríl 2017

Fundargerð Skólaráðs haldinn á Laugalandi 24. apríl 2017.

Mættir Sigurjón, Thelma, Hulda, Bragi, Katrín, Rán og Borghildur. Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir og Dagný Rós Stefánsdóttir eru fulltrúar nemenda.

 • Sigurjón setti fund kl. 15:35 og bauð fólk velkomið.
 • Starfsreglur og starfsáætlun skólaráðs Laugalandsskóla 2017-2018.
  Í ytra matinu sem skólinn fór í gegnum nýlega var gerð athugasemd við að ekki væru formlega skráðar starfsreglur skólaráðs. Skjal þar sem þessar reglur eru settar fram formlega er nú tilbúið og lagt fram til kynningar. Farið yfir reglurnar og þær útskýrðar.
  Bent á að nemendur eiga að sitja í tvö ár og þarf að árétta reglurnar í kringum kosningar með það í huga, en hingað til hafa nemendur í 10. bekk gjarnan verið í skólaráði og þar af leiðandi einungis í eitt ár í senn.
  Skjalið verður hér eftir hafður sem leiðarvísir fyrir starf skólaráðs.
 • Skóladagatal Laugalandsskóla 2017-2018
  Skóladagatalið lagt fram til kynningar. Sagt frá starfsdögum sem eru fimm og þrír fyrir og eftir skólastarf með nemendum. Skólasetning verður 24. ágúst 2017.
  Aðrir starfsdagar eru:

Haustþing kennara 13. október
Öskudagur 14. febrúar  –
3. janúar og 3. apríl
Foreldradagar 30. október og 15. febrúar
Réttardagur 21. september 2017 – 7. bekkur er þá í samræmdu prófi
Jólafrí byrjar 21. desember og lýkur 4. janúar
Öskudagur 14. febrúar
Páskafrí hefst 24. mars og lýkur 4. apríl
Árshátíð skólans verður 16. mars
Skólaslit eru áætluð 31. maí 2018.
Ekki er búið að setja inn sameiginlega viðburði.
Von er á gestakennara í apríl. Ekki er búið að ganga frá þeim viðburði, en venjan er að þeir komi í apríl og Sigurjón óskaði eftir að þeir kæmu á heilli viku.
Ábending til aðstandenda öskudagshátíðar að gera hana hressilegri til að fá meiri mætingu.
Sigurjón sagði frá hátíð á Hellu sem heitir Bæjarhellan og er á sama tíma og árshátíðin okkar í mars. Rætt um Bæjarhelluna.

 • Valgreinar næsta skólaárs.
  Sagt frá valgreinum sem í boði verða næsta vetur og þær útskýrðar. Sagt frá möguleika að leyfa 7. bekk að taka þátt í valinu næsta ár í tvær til fjórar kennslustundir. Nemendur í 7. bekk hafa fengið að prófa að fara í valfög í vetur og það hefur gefist vel. Vel tekið í það.
  Minnst á að fyrirhugað hefði verið að kaupa nýja sög í málmsmíðina þar sem sú sem er þar þykir varasöm. Þakkað fyrir ábendinguna og verður farið í að ýta á eftir því máli.
 • Fyrirhugaðar breytingar á húsnæðismálum skólans
  Plássleysi er orðið í leikskólanum og vaxandi þörf í samfélaginu að fá meira pláss fyrir leikskólann. Farið hefur verið þess á leit að skólinn gefi eftir húsnæði sem leikskólinn geti nýtt sér. Miðgarður er minnst notaður af skólanum og því möguleiki að nýta hann fyrir leikskólann. Reyndar mun tónlistarkennsluaðstaðan verða tekin undir leikskólann sömuleiðis. Væntanlega mun tónlistaraðstaðan því verða færð að hluta á loft í stofu 11 eða niður í kjallara. Bent á að Giljatangi gæti hentað vel sem leikskóli og þótti fulltrúum skólaráðs það afbragðsgóð hugmynd. Þá myndi einnig batna takmarkað útisvæði sem leikskólabörnunum er ætlað.
  Því var svarað að þessi möguleiki hefði verið nefndur og ekki verið tekið vel í þá hugmynd.
 • Skólastarfið í vetur.
  Almennt efur gengið vel í vetur og ánægja með valgreinarnar. Fjórir nýir kennarar komu til starfa síðasta haust og hafa þeir komið ferskir inn í skólastarfið. Árshátíð og litlu jól tókust vel. Í stóru upplestrarkeppninni varð nemandi frá okkur í 2. sæti. Framundan eru vorpróf og sauðburður.
  Ljóst er að María og Guðni koma ekki aftur til starfa. Nýr íþróttakennari; Sóley Margeirsdóttir, er kominn fyrir Erlu Brá, en hún er ekki komin með réttindi og því verður að auglýsa starfið hennar. Hulda mun hætta frá og með næsta hausti. Vonandi munu Bæring og Eyrún verða áfram, en þau eru húsnæðislaus. Áfram verða Thelma og Björg og sömuleiðis munu Ragna og Kristín koma aftur. Þá er Berglind Másdóttir að hætta sem skólaliði og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar.
 • Fyrirkomulag skólaferðalaga 10. bekkjar
  Skólinn hefur sjóð sem kallast Ferðasjóður Laugalandsskóla. Allt sem safnast í ýmsum fjáröflunum, yfir skólaárin er lagt í þennan sjóð og hann stendur meðal annars straum af kostnaði við ferð í Þórsmörk og síðan í útskriftar­ferð með 10. bekk. Alltaf er farið í útskriftarferð með alla, sama hversu margir nemendur eru í 10. bekk og er þá ferðin greidd af þessum sjóði.
  Sigurjón sagði frá kostnaði við ferðirnar og hvernig gengið hefur að halda kostnaði innan marka. Stundum hefur innkoma ársins staðið undir kostnaði, stundum ekki.
  Fjáraflanir fyrir þennan sjóð eru meðal annars kaffisala á foreldradögum, nammisala á uppákomum hjá nemendum, kaffisala á árshátíðinni og skólablaðið Varðan.
  Umræða skapaðist fyrir árshátíðina í ár að ekki mætti rukka inn á sýningu nemenda, en aðgangseyrir á árshátíð er greiðsla fyrir kaffiveitingar að árshátíðinni lokinni. Þá var einnig gagnrýnt að hráefniskostnaður við bakstur foreldra 10. bekkjar væri ekki greiddur af skólanum.
  Stjórnendum skólans þykir ekki rétt að skólinn greiði hráefnis­kostnaðinn þar sem þetta er fjáröflun fyrir ferðir nemenda og hafa foreldrar ávallt lagt fram vinnu og hráefni til þessarar fjáröflunar af ánægju og þótt það sjálfsagt.
  Skólaráð styður að haldið verði áfram að baka fyrir árshátíð og selja kaffiveitingar þar og á foreldradögum ásamt því að vita að skólablaðið er öflug fjáröflun fyrir ferðasjóð skólans sem heldur utan um ferðir nemenda. Telja þeir að fólk vilji fremur hafa þetta svona en að þurfa að safna á annan hátt eins og þekkist annars staðar, til dæmis með sölu á salernispappír. Þá gæti einnig skapast hætta á að einhverjir kæmust ekki í ferðirnar eða þær dyttu upp fyrir.
  Skólaráð vill því engar breytingar á fyrirkomulagi við fjáröflun í þennan sjóð.
 • Önnur mál
  Sagt frá kaupum á ýmsum tækjabúnaði fyrir gjafafé frá ýmsum félögum.

Útikennsluaðstaðan er í status quo. Fyrirhugaður er fundur með Bjarna Jóni vegna málsins. Gróðurhúsið er í geymslu og liggur ekki undir skemmdum.

Sigurjón þakkaði fyrir góðan fund og honum slitið 17:13

css.php