Fréttir

Fundagerð skólaráðs 25. apríl 2018

Mætt eru Regula, Borghildur, Kristín Ósk, Tristan, Guðný Salvör, Ragna, Thelma og Sigurjón.

Sigurjón setti fundinn 15:30

1. Sigurjón fór yfir drög að skóladagatali og starfsáætlun 2018- 2019.
Sagt frá starfsdögum sem eru fimm á starfstíma skóla.
Skólasetning verður 24. ágúst 2018.
Það má finna alla hinu hefðbundnu þætti á skóladagatalinu, s.s. foreldradaga, dansvikuna, samræmdu prófin og sameiginlegu skemmtanir skólanna, sem eru fjórar. Dagsetningar þeirra eru ákveðnar að hausti á sameiginlegum fundi stjórnenda skólanna.

2. Sigurjón fór því næst yfir reynsluna af valgreinunum og þáttttöku 7. bekkjar í þeim.
Fjölbreytni valsins jókst, svo og voru sjöundu bekkjar nemendur mjög ánægðir með að fá að taka þátt.

3. Farið var yfir skólastarfið í vetur. Sigurjón talaði um að það hafi verið almenn ánægja með það, sérstaklega árshátíðina og þemadagana sem settu mjög sérstakan svip á skólastarfið. Farið var í leikhús með alla nemendur skólans en því miður náðist ekki að fara á skíði þetta skólaárið.

Fundi slitið 16:30,
Ragna

css.php