Fréttir

Fundagerð skólaráðs 31. október 2017

Mætt eru Regula, Borghildur, Kristín Ósk, Tristan, Guðný Salvör, Kata, Ragna, Thelma og Sigurjón.

Sigurjón setti fundinn 15:35

 1. Sigurjón fór yfir Skólalykilinn, sérstaklega þá þætti sem hafa verið uppfærðir m.a. útfrá ábendingum sem komu fram í úttekt sem skólinn tók þátt í á síðasta ári. Má þar nefna dagatalið með nánari útskýringum en áður var og uppfærður og ítarlegri yfir þær námskannanir sem lagðar eru fyrir í skólanum. Rætt var um tilmæli sem fram koma í Skólalykli um að foreldrar leggi bílum sínum gengt sundlauginni. Þau tilmæli hafa lengi verið þar inni en það er eflaust ástæða til að ydda þau frekar.
 2. Sigurjón fór því næst yfir Starfsmannahandbókina og uppfærða þætti þar. Má þar nefna leiðsögn nýliða, móttöku nýrra nemenda, móttöku erlendra nemenda, móttöku nemenda með sérþarfir og áætlun um sjálfsmat.
 3. Drög að fjárhagsáætlun 2018. Farið var yfir fjárhagsáætlun næsta árs.
 4. Innra mat skólans.
  1. Sigurjón kynnti niðurstöður lesfimis lestrarkönnunnar frá Menntamálastofnun og það lestraráttak sem er í gangi í skólanum.
  2. Thelma kynnti starf matsnefndar innan skólans varðandi innra mat. Alls tóku 15 starfsmenn þátt í líðan könnun nú í haust. Þar kom fram að öllum starfsmönnum leið vel eða frekar vel á vinnustaðnum. Í öllum þáttum könnunarinnar kom fram að almennt líði starfsmönnum vel, hvergi var merkt við að starfsmanni frekar eða mjög illa.
  3. Líðan nemenda. Þar kom fram að flestum nemendum líður frekar eða mjög vel í skólanum. Tveimur nemendum líður frekar illa. Engum leið mjög illa í kennslustundum.
  4. Könnun á heppilegum tíma fyrir árshátíð og skólaslit. Starfsfólk, nemendur og foreldrar tóku þátt og í öllum hópum var niðurstaðan sú að flestum hentar að hún sé haldin kl. 20:00 á föstudagskvöldi. Niðurstaða könnunnar á tíma fyrir skólaslit var á þá leið að flestir vildu hafa skólaslitin kl 19:00.
 5. Ytra mat skólans. Sigurjón kynnti umbótaáætlun skólans. Þar kom fram að búið er að leiðrétta og bæta langflesta þætti sem athugasemdir voru gerðar við. Þeir þættir sem ekki er búið að leiðrétta er verið að vinna í að bæta og hefur verið gerð umbótaáætlun til fyrir þá þætti.
 6. Önnur mál. Umræður um útgjöld foreldra 10. bekkja við hráefniskaup fyrir árshátíðarkaffi. Ákveðið var, til að sanngirni sé gætt, að setja þak á þá upphæð sem foreldrar greiða vegna hráefniskostnaðar þar sem árgangar eru misstórir. Ákveðið var að sú upphæði gæti orðið allt að kr. 15.000.-  Þetta er eini kostnaðurinn sem foreldrar þurfa að greiða fyrir börn sín í 10. bekk. Í staðinn fyrir vinnu foreldra og hráefniskaup fá nemendur veglega 4 daga útskriftarferð og peysur í lok 10. bekkjar.

 

Fundi slitið 17:00

css.php