Fréttir

Fundagerð skólaráðs 5. maí 2014

Fundur haldinn í skólaráði, 5. maí 2014 á Laugalandi.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Kristín Sigfúsdóttir, Bragi Guðmundsson, Ragna Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Rán Jósepsdóttir, Katrín Sigurðardóttir

  1. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
  2. Skóladagatal 2014-2015.

Drög lögð fram.

Engar óskir sveitarstjórnanna komu um áframhaldandi styttingu og eru því kennsludagar 180.  Skólasetning 22. Ágúst.

Sigurjón fór yfir skipulag skóladagatalsins.  Tekið var fram að leikskólinn og grunnskólinn vinna skóladagatöl sín í samstarfi varðandi vinnudaga

  1. Valgreinar 2014-2015

Sigurjón kynnti fyrirkomulag námsvalsins í 8.-10. Bekk.  Nýtt í boði er starfsnám í leikskóla sem unnið er í samstarfi við leikskólann.

  1. Innra mat:

Kristín kynnti skýrslu um samfellu og sveigjanleika.  Berlega kom í ljós mikið og gott samstarf milli skólastiganna og þá sérstaklega leikskólans og grunnskólans.  Sigurjón fór svo yfir könnun á líðan nemanda og starfsfólks skólans.  Almennt kom matið vel út.  Sigurjón tók fram að hann var mjög ánægður með störf starfsfólks og niðurstöður könnunarinnar.

  1. Önnur mál:

Sigurjón lagði fram blaðagrein um heimsókn Dakota Goodhouse, gestakennara, sem kom frá Bandaríkjunum.

Sigurjón fór yfir rekstrartölur skólans sem koma mjög vel út

Starf við útikennslusvæði verður 15. maí.

 

Fundi slitið 16:45                                                            Guðni Sighvatsson

css.php